Jóhann Guðmundsson

ID: 5158
Date of birth : 1870
Place of birth : Húnavatnssýsla

Jóhann Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1870. Tók föðurnafnið Sveinsson vestra en mest þekktur sem Joe Swanson.

Maki: Borghildur Finnsdóttir f. í Vesturheimi, dóttir Finns Bjarnasonar landnámsmanns í Álftárdalsbyggð.

Jóhann fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Hann bjó í N. Dakota nálægt Hallson í fyrstu, dvaldi svo á ýmsum stöðum þar um slóðir uns hann flutti í Álftardalsbyggðina árið 1899 þar sem hann nam land. Bjó þar í tvo áratugi, brá þá búi og flutti í þorpið Bowsman.