Jóhann Jónsson

ID: 3551
Date of birth : 1874
Place of birth : Dalasýsla
Date of death : 1933

Jóhann, þá Walter, Ingibjörg og Carl Bjarni. Mynd WtW

Jóhann Jónsson fæddist í Dalasýslu árið 1874. Dáinn í Bresku Kólumbíu árið 1933. Johann Breidfjord Johnson vestra.

Maki: Sveinsína Ingibjörg Árnadóttir f. 1877 í Hnappadalssýslu..

Börn: 1. Walter f. 1906, d. 1946 2. Carl Bjarni f. 1908.

Jóhann fór vestur um haf með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Þorbjörgu Guðmundsdóttur og systkinum árið 1885. Þau settust að í Mikley. Sveinsína Ingibjörg fór með sínum foreldrum, Árna Jónssyni og Valdísi Þogeirsdóttur og systkinum vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Jóhann og Sveinsína námu land í Lundarbyggð árið 1902 og voru þar til ársins 1913, fluttu þá um skeið norður á Birch Island (Birkieyju) í Manitobavatni. Þaðan fóru þau suður til Selkirk en árið 1927 fluttu þau vestur að hafi og settust að við Burns Lake í Bresku Kólumbíu.