Jóhann Þorbergsson

ID: 13374
Date of birth : 1860
Place of birth : Skagafjarðarsýsla
Date of death : 1945

Jóhann Þorbergsson fæddist í N. Múlasýslu árið 1860. Dáinn í N. Dakota árið 1945. Johann Oddson vestra.

Maki: 1895 Sigríður Rannveig Björnsdóttir f. 1857, d. í N. Dakota árið 1902.

Börn: upplýsingar vantar.

Jóhann flutti vestur til Winnipeg árið 1887, samferða móður sinni, Guðbjörgu Ögmundsdóttur og systkinum. Faðir Guðbjargar var Oddsson og það föðurnafn notaði fjölskyldan vestra. Jóhann vann á ýmsum stöðum í Manitoba og í Keewatin í Ontario áður en hann nam land í Álftavatnsbyggð. Hann seldi þar árið 1895, og flutti til N. Dakota ásamt móður sinni og nam land nærri Hallson. Sigríður flutti vestur árið 1876 með foreldrum sínum, Birni Jónssyni frá Sleitustöðum og Sigríði Þorláksdóttur og systkinum.