Jón E Amundsen

ID: 19680
Date of birth : 1855
Place of birth : Noregur
Date of death : 1923

Jón Edvard Amundsen fæddist í Noregi árið 1855. Dáinn í Manitoba árið 1923.

Maki: Gunnlaug Magnúsdóttir f. 6. september, 1865 í Eyjafjarðarsýslu.

Börn: Fædd á Íslandi: 1. Magnús Hinrik f. 1888 2. Rannveig f. 1894 3. Jóhanna Sigríður f. 1898. Fædd vestra 4.  Karl 5. Gyða 6. Sesselja 7. Helga.

Jón flutti til Íslands um 1870 og stundaði fiskveiðar í Eyjafirði. Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1900 og fóru strax í Big Point byggð þar sem þau bjuggu til ársins 1910. Þá fluttu þau í Big Grass byggð og bjuggu þar þegar Jón dó. Þá voru einhver börn þeirra flutt il Kaliforníu og þangað flutti Gunnlaug.