Jón Jóhannsson

ID: 19404
Date of birth : 1882
Place of birth : N. Múlasýsla
Date of death : 1947

Jón Jóhannnsson fæddist í N. Múlasýslu 25. júní, 1882. Dáinn 2. febrúar, 1947.

Maki: 22. nóvember, 1904 Ástbjörg Björnsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1885.

Börn: 1. Concordia (Dia) f. 1907 2. Björn f. 1910 3. Gunnar f. 1920 4.  Valdís f. 1926 5. Bryan f. 1928.

Jón flutti vestur um haf árið 1900 til Winnipeg í Manitoba. Var eitthvað í Pembina N. Dakota áður en hann flutti til Kanada og keypti land í Vallarbyggð í Saskatchewan. Árið 1912 seldi hann land sitt og flutti í Vatnabyggð þar sem hann nam land vestur af Wynyard. Ástbjörg flutti vestur árið 1887 með foreldrum sínum, Birni Erlendssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Þau bjuggu í N. Dakota.