
Jósef Einarsson og Ingibjörg Eiríksdóttir með fimm börn sín. Mynd SÍND
Jósef Einarsson fæddist 18. ágúst, 1853 í S. Múlasýslu. Joseph Einarsson vestra
Maki: 1880 Ingibjörg Eiríksdóttir f. 1854 í S. Múlasýslu, d. 1918.
Börn: 1. Gísli f. 1881 2. María f.1883 á Atlantshafi, dó 10 ára 3. Þóra Jónína 4. Guðrún 5. Jóhanna 6. Guðmundur Tómas 7. Guðlaug Margrét dó ársgömul. Ingibjörg átti son sem fór með þeim vestur: Einar Sveinsson f. 1877.
Þau fluttu vestur árið 1883 ásamt foreldrum Jósefs, Einar Engilbertssyni og Rannveigu Jónsdóttur. Fóru suður til Pembina í N. Dakota og þar tók á móti þeim Gísli Eiríksson, bróðir Ingibjargar og var hún hjá honum í Sandhæðabyggð suðvestur af Pembina um veturinn. Jósef fékk vinnu við járnbrautarlagningu í Manitoba um veturinn. Hann kom suður til N. Dakota um vorið og nam land nærri mági sínum. Keypti seinna meira land nærri sínu og bjó vel.
