Kristín Benjamínsdóttir

ID: 12950
Single parent
Date of birth : 1838
Place of birth : S. Þingeyjarsýsla
Date of death : 1920

Gunnar Björnsson og móðir hans Kristín Benjamínsdóttir. Mynd í fjölskyldusafni

Kristín Benjamínsdóttir fæddist 3. desember, 1838 í S. Þingeyjarsýslu. Dáin 27. desember, 1920.

Maki:  ógift.

Börn: Gunnar B. Björnsson f. 1872

Kristín fór vestur með soninn Gunnar árið 1876. Hópurinn kom til Duluth og þaðan fór Kristín suður til Minneota í Minnesota og bjó þar alla tíð.

Með alúð og mikilli vinnu tókst henni að mennta drenginn sinn. Hún vann mest hjá norskum landnemum og lærði norsku en hélt íslensku að Gunnari.