Lára Eðvarðsdóttir fæddist árið 1866 í S. Múlasýslu.
Maki: Maki 1) 5. nóvember, 1887 Jón Sigvaldason f. í N. Múlasýslu 3. nóvember, 1854, d. í Minnesota 9. ágúst, 1904. Maki 2) Miles Fuller
Börn: 1. Sigríður Ágústa f. 18. ágúst, 1888 2. Lárus Valdimar f. 18. nóvember, 1890 3. Drengur f. 2. júlí, 1892 4. John Maríus 27. nóvember, 1896 5. Björg Ólympía f. 29. janúar, 1898.
Lára flutti vestur árið 1878 með föður sinum, Eðvarð Þorleifssyni, konu hans, Sesselju Jónsdóttur og börnum þeirra. Þau settust að í Lyon sýslu í Minnesota. Jón flutti vestur með fyrri konu sinni og bróður sínum Símoni Páli árið 1876. Þau fóru til Winnipeg í Manitoba og voru þar til ársins 1881 en þá fluttu þau í Lyon sýslu í Minnesota. Þar lést Úlfhildur, fyrri kona Jóns. Þar var hann til ársins 1889, flutti þá til Duluth en aldamótaárið flutti hann aftur í Lyonbyggð. Lára og Miles fluttu til Halifax í Nova Scotia. Yngstu börn hennar, þau John og Björg fóru með þeim.
