María Jóhannsdóttir

ID: 16589
Born west
Date of birth : 1880
Date of death : 1947

María Jóhannsdóttir fæddist á Gimli í Nýja Íslandi 18. janúar, 1880. Dáin þar 14. júní, 1947.

Maki: 31. desember, 1897 Sigurður Einarsson f. að Hrauni í Aðaldal í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn á Gimli í Nýja Íslandi 29. mars, 1935.

Börn: 1. Stefán Vilhjálmur 2. Einar Alex 3. Haraldur 4. Bergþóra 5. Þóroddur Skafti f. 14. apríl, 1905, d. 24. maí, 1949 6. Pálmi 7. Sigurður Stanley 8. Guðrún Nanna 9. Guðbjörg Florence 10. Sigríður Constance 11. Ingvar Kristján 12. Olavía Svanhvít 13. Aðalheiður María 14. Karl Walter. Öll voru þessi á lífi árið 1935.

María var dóttir Jóhanns Vilhjálms Jónssonar og Sigríðar Ólafsdóttur, sem bjuggu á Breiðabólsstað suður af Gimli. Foreldrar Sigurðar voru  Einar Einarsson frá Auðnum í Laxárdal og Guðbjargar Grímsdóttur frá Oddsstöðum á Sléttu, sem vestur fluttu árið 1879 og bjuggu á Gimli.