
Óli og Lára sitja. Fyrir aftan Óla standa Dorothy, Luella en María og Anna fyrir aftan Láru. Mynd RbQ
Óli Júlíus Jóhannesson fæddist 12. júlí, 1880 í Parry Sound í Ontario. Dáinn í Wynyard í Saskatchewan 27. júní, 1957. Oli J. Halldorson vestra.
Maki: 28. janúar, 1912 í Mozart Lára Elísabet Lárusdóttir f. 15. október, 1888 í Pembina, N. Dakota, d. í Wynyard 20. júní, 1959.
Börn: 1. Anna Hólmfríður 2. Luella Lára 3. Dorothy Ragnheiður 4. Þorbjörg María.
Óli var sonur Jóhannesar Halldórssonar úr Eyjafjarðarsýslu og Önnu Sigurðardóttur. Lára var dóttir Lárusar Guðmundssonar og Ragnheiðar Kristjánsdóttur, land nema í Vatnabyggð. Óli ólst upp í Norður Dakota en um aldamótin var lítið um fáanlegt land þar og fregnir um landnám Íslendinga í Saskatchewan ýtti við ungum mönnum. Óli var valinn í lítinn hóp til að kanna svæði í Vatnabyggð. Hópurinn skoðaði lönd árið 1904 og leist vel á, á heimleiðinni komu leiðangursmenn við í Yorkton og þar völdu þeir sér lönd. Ári síðar, 28. maí, 1905 kom Óli á land sitt í Vatnabyggð og byggði bjálkahús. Óli og Lára bjuggu þar til ársins 1949, seldu þá og fluttu í Wynyard.
