Pétur Einarsson fæddist í Reykjavík í Gullbringusýslu 7. maí, 1832. Dáinn í Reykjavík 16. apríl, 1926.
Maki: 1) 1858 Helga Eyjólfsdóttir d. ung 2) 1861 Halla Magnúsdóttir f. 1833 í Árnessýslu. Dáin í Manitoba 19. október, 1903.
Börn: 1. Guðrún f. 1865 2. Magnía f. 1870, d. 20. janúar, 1898 3. Vilhjálmur f. 1873 4. Magnús f. 1874 5. Guðrún f. 1877
Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba og fóru þaðan vestur í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Þau fluttu þaðan með tengdasyni sínum, Þiðriki Eyvindssyni norður í Sandy Bay við Manitobavatn árið 1894. Þaðan lá leiðin 1897 á land suður af Big Point byggð, norðan við þorpið Westbourne. Fluttu til Winnipeg árið 1900 þar sem Halla lést en Pétur bjó þar til ársins 1904 en þá flutti hann heim til Íslands og dó þar.