ID: 19273
Born west
Date of birth : 1889
Place of birth : Lundar
Date of death : 1933

Sigfús og Vilhelmína Mynd WtW
Sigfús J Sigfússon fæddist á Lundar í Manitoba 27. janúar, 1889. Dáinn í Manitoba árið 1933.
Maki: Vilhelmína Thordarson.
Börn: John Franklin f. 3. ágúst, 1916
Sigfús var sonur frumbýlingsins í Lundarbyggð, Jóns Sigfússonar og konu hans, Önnu Kristjánsdóttur. Sigfús gekk menntaveginn, lauk BA námi frá Manitobaháskóla árið 1914, skráður í kanadíska herinn árið 1916 og tók þátt í heimsófriðnum í Frakklandi og Englandi. Þegar hann sneri til baka tók við frekara nám við Minnesotaháskólann og lauk þaðan MS prófi í ,,ræktunarfræði” (Agronomy) og helgaði líf sitt rannsóknum á kornrækt. Margheiðraður fyrir merkar uppgötvanir sem allir kornræktendur í N. Ameríku nutu góðs af.
