Sigurbjörg Þorláksdóttir

ID: 7982
Date of birth : 1861
Place of birth : Eyjafjarðarsýsla
Date of death : 1941

Sigurbjörg Þorláksdóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu 14. ágúst, 1861. Dáin 2. apríl, 1941 í Vancouver.

Maki: Árni Friðriksson f. í N. Þingeyjarsýslu árið 1852, d. í Vancouver 1. ágúst, 1934. Arni Frederickson vestra.

Börn: 1. Walter Ágúst (August) f. 1885, d. 1967 2. Lára (Laura) f. 1889, d. 1968 3. Friðrik (Frederick) Victor f. 1893, d. 1929 4. Anna (Annie) Sarah f. 1899, d. 1987.

Sigurbjörg fór vestur til Ontario í Kanada árið 1874 með foreldrum sínum, Þorláki Björnssyni og Þórdísi Árnadóttur. Þau fóru til Nýja Íslansds og námu þar land en fluttu þaðan 1881 og settust að í N. Dakota.   Hann flutti vestur til Toronto í Ontario árið 1873. Vann þar í borg til ársins 1875 en flutti þá vestur til Winnipeg. Bjó í Manitoba en flutti seinna vestur til Vancouver. Árni var bróðir Friðjóns Friðrikssonar og stundaði kaupmennsku líkt og hann. Flutti vestur að Kyrrahafi og bjó í Vancouver.