Sigurður Eyjólfsson

ID: 1101
Date of birth : 1858
Place of birth : Árnessýsla
Date of death : 1943

Sitjandi: Sigurður, Kristín Anna og Herdís. Standandi: Allan, Ronald, Lillian, Lawrence og Herbert. Mynd WtW

Heimili Sigurðar og Kristínar 1907. Baka til sér á bjálkahúsið sem Sigurður reisti árið 1894. Þar fæddust þrjú elstu börnin. Mynd WtW

Sigurður Eyjólfsson fæddist í Árnessýslu 25. júlí, 1857. Dáinn í Manitoba 12. júní 1943. Eyolfson vestra.

Maki: 1) 6. nóvember, 1888 Guðrún Þóra Helgadóttir f. 18. febrúar, 1864 í Eyjafjarðarsýslu, d. 4. júní 1896 2) 2. mars, 1898 Kristín Anna Daníelsdóttir f. 31. maí, 1879 í Hnappadalssýslu.

Börn: Með Guðrúnu 1. Guðbjörg (Bertha) 27. september, 1890. Þrjú önnur börn þeirra dóu í æsku. Með Kristínu Önnu 1. Allan f. 2. júlí, 1899 2. Lillian May f. 27. maí, 1901 3. Herbert f. 27. október,1902 4. Ronald Hilmar f. 12. mars, 1909 5. Lawrence Alvin f. 6. júlí, 1914 6. Jörína Herdís 9. nóvember, 1916.

Sigurður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, Úlfhildi Sigurðardóttur og bræðrunum Halldóri og Ingvari.  Hann fór fyrst vestur í Þingvallabyggð í Saskatchewan og nam land nærri Churchbridge. Færði sig á annað land vestur af Yorkton en gafst þar upp á baslinu vegna þurrka og flutti í Lundarbyggð í Manitoba árið 1894. Guðrún Þóra fór vestur til Ontario með foreldrum sínum, Helga Sigurðssyni og Guðbjörgu Sveinsdóttur árið 1874. Þau voru í Kinmount fyrsta árið en fluttu þaðan í Nýja Ísland. Kristín Anna flutti vestur til Manitoba með sínum foreldrum, Daníel Sigurðssyni og Kristjönu Jörundsdóttur árið 1894.