ID: 20241
Born west
Date of birth : 1889

Stefán B Stefánsson Mynd SÁOG
Stefán Björgvin Stefánsson fæddist í Álftavatnsbyggð í Manitoba 3. október, 1889. Dáinn 28. mars, 1971 í Winnipeg.
Maki: 27. desember, 1915 Kristín Hilda Hreggviðsdóttir f. í N. Dakota 14. maí, 1896. Sigurdson fyrir hjónaband.
Börn: 1. Lawrence Björn f. 1918 2. Verna Kristín 3. Alma Marin 4. Stefán Leonard 5. Magnús (Mac).
Stefán Björgvin var sonur Stefáns Björnssonar og Guðríðar Björnsdóttur, landnema í Mary Hill sveitinni stutt frá Lundar í Manitoba. Þar ólst hann upp og gekk í grunnskóla. Hann flutti til Winnipeg og innritaðist í Wesley College. Nam hagfræði og heimspeki og að námi loknu gerðist hann kennari í borginni. Kristín var dóttir Hreggviðs Sigurðssonar.