Sveinn Þorvaldsson

ID: 7614
Date of birth : 1872
Place of birth : Skagafjarðarsýsla
Date of death : 1949

Sveinn Þorvaldsson og Margrét Sólmundsdóttir Myns STH

Sveinn Þorvaldsson fæddist 3. mars, 1872 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn 14. júlí, 1949 í Winnipeg..

Maki: 1) 13. apríl, 1896 Margrét Sólmundsdóttir f. 20. mars, 1877, d. 17. mars, 1919 2) 20. mars, 1921 Kristín Guðbjörg Hjálmarsdóttir f. 1. maí, 1888 í Mountain í N. Dakota d. 29. janúar, 1971.

Börn: Með Margréti 1. Anna Halldóra f. 22. febrúar, 1897 2. Albert f. 25. maí, 1898, d. 13. júlí, 1901 3. Gunnar Sólmundur f. 18. mars, 1901 4. Albert Marinó f. 6. júlí, 1902 5. Þorvaldur Rúnberg f. 8. ágúst, 1903 6. Þorbjörg Ruby f. 22. febrúar, 1905 7. Þuríður Uranía f. 1. desember, 1906 8. Guðrún Beatrice Emily f. 8. mars, 1908 9. Helga María f. 3. janúar, 1911 10. Mabel Guðríður f. 6. janúar, 1912 11. Þórdís Ólöf Myrtle f. 14. maí, 1913 12. Skapti Ólafur f. 13. janúar, 1915 13. Ólína Elizabeth f. 2. apríl, 1917. Með Kristínu 1. Stefán Frederick f. 16. ágúst, 1921 2. KristínLaura f. 26. júní, 1923 3. Þorbergur f. 22. desember, 1925 4. Sveinfríður Margrét Irene f. 26. ágúst, 1929 5. Sigríður Violet f. 20. september, 1931. Kristín átti fjórar dætur með fyrri manni sínum Ásmundi Ólafssyni (Olson) sem lést 7. september, 1912. 1. Sigurbjörg Steinunn f. 14. janúar, 1907 2. Margrét Wilhelmina f. 15. nóvember, 1908 3. Kristlaug Jófríður f. 22. október, 1910 4. Ásbjörg Halldóra f. 10. desember, 1012.

Sveinn flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum árið 1887 og settist fjölskyldan að í Árnesbyggð. Sveinn gekk í skóla í Winnipeg, fékk kennararéttindi og réðst kennari í skólann í Mikley. Þar lágu leiðir hans og Margrétar saman. Sveinn hafði frá unga aldri áhuga á viðskiptum, hvers konar og stjórnmálaáhugi hans kom líka snemma í ljós.