Þórður Daníelsson

ID: 3583
Date of birth : 1873
Place of birth : Snæfellsnessýsla
Date of death : 1961

Þórður og Kristjana Mynd WtW

Hús Þórðar í Lundarbyggð Mynd WtW

Þórður Kristján Daníelsson fæddist 27. desember, 1873 í Snæfellsnessýslu. Dáinn 5. október, 1961.

Maki: 1. júní, 1897 Kristjana Sigríður Kristjánsdóttir f. 23. desember, 1875 í Snæfellsnessýslu, d. 2. janúar, 1956.

Börn: 1. Trausti f. 8. maí, 1903 2. Víglundur f. 8. maí, 1903 tvíburi) 3. Daníel f. 26. desember, 1904 4. Ingólfur f. 6. desember, 1906, d. 2. janúar, 1959 5. Flosi f. 18. janúar, 1910.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba, nýgift, árið 1897. Unnu þar í borg fram yfir aldamót en fluttu þá í Lundarbyggð og bjuggu þar.

Vetur voru kaldir í Lundarbyggð á landnámsárunum en Þórður kunni ráð við því. Hann byggði marga slíka sleða. Mynd WtW