Vilhjálmur Pétursson

ID: 1039
Date of birth : 1872
Place of birth : Árnessýsla

Vilhjálmur Pétursson fæddist 29. maí, 1872 í Árnessýslu.

Maki: 14. september, 1906 Helga Benediktsdóttir f. 13. ágúst, 1886 í Húnavatnssýslu.

Börn: 1. Pétur 2. Theodór 3. Jónas Franklín 4. William 5. Ralph 6. Halla 7. Margrét

Vilhjálmur fór vestur með foreldrum sínum og systkinum til Winnipeg í Manitoba árið 1888. Flutti með þeim sama ár í Þingvallabyggð í Saskatchewa, norður í Sandy Bay vestan við Manitobavatn 1893 og á land norðan við Westbourne 1897. Til Winnipeg fór hann árið 1900 og stundað þar húsasmíði til ársins 1912 en þá flutti hann í Big Point byggð og nam land.