Guðmundur Hannesson fæddist árið 1912 á Big Point. Erlendsson vestra. Dáinn 1913 í Langruth. Barn. Guðmundur var sonur Hannesar Erlendssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur, sem vestur fóru árið 1900 til Manitoba.
Jón H Erlendsson
Jón Hjaltalín Erlendsson fæddist 12. maí, 1911 á Big Point í Manitoba. Dáinn 8. júní, 1979 í White Rock í Bresku Kólumbíu. Maki: 8. nóvember, 1941 Clara Mills. Barnlaus. Jón var sonur Hannesar Erlendssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur, sem vestur fóru árið 1900 til Manitoba. Þar settust þau að á Big Point þar sem Jón ólst upp og fór hann svo …
Helga L Erlendsson
Helga Laufey Hannesdóttir fæddist á Big Point í Manitoba 30. október,1909. Dáin 21. janúar,1978. Erlendsson og seinna Ferguson vestra. Maki: 19. desember, 1942 Alexander Ferguson f. 24. febrúar, 1910, d. 30. desember, 1966. Barn: Janet Joanne f. 21. september, 1947 í Vancouver. Helga var dóttir Hannesar Erlendssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur, sem vestur fóru árið 1900 til Manitoba. Þar settust þau …
Jennie Erlendsson
Jennie Hannesdóttir fæddist á Big Point í Manitoba 18. janúar, 1907. Dáin 24. október, 1924. Ógift og barnlaus. Jennie var dóttir Hannesar Erlendssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur, sem vestur fóru árið 1900 til Manitoba. Þar settust þau að á Big Point þar sem Jennie ólst upp og fór hún svo með þeim árið 1913 til Langruth. Frekari upplýsingar um hana vantar.
Bentina Erlendsson
Bentina Hannesdóttir fæddist á Big Point í Manitoba 17. júní, 1903. Erlendson og seinna Boulter vestra. Maki: tvígift, seinni maður 26. mars, 1959 George Millton Boulter f. 6. janúar, 1886. Barnlaus. Bentina er dóttir Hannesar Erlendssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur sem vestur fluttu til Manitoba árið 1900. Settust strax að á Big Point þar sem Bentina ólst upp og flutti árið …
Magnús Erlendsson
Magnús Hannesson fæddist á Big Point í Manitoba 14. júlí, 1901. Dáinn í Coquitlam í Bresku Kólumbíu 7. júlí, 1970. Magnús Erlendsson vestra. Maki: 17. júlí, 1929 Cora Walden f. 2. febrúar, 1903, d. 6. apríl, 1976. Börn: Öll fædd í Winnipeg: 1. Robert Arthur Glen f. 17. janúar, 1931 2. Joanne Beryl f. 12. febrúar, 1933 3. Ina Dell …
Halldóra K Hannesdóttir
Halldóra Kristín Hannesdóttir fæddist í Reykjavík í Gullbringusýslu 26. júlí, 1899. Dáin í Vancouver 8. ágúst, 1946. Halldóra var dóttir Hannesar Erlendssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur, sem vestur fluttu árið 1900 til Manitoba. Í ritinu ,,A Tribute to Soldiers and Pioneers of the Langruth District“ segir að þau hafi komið í byggðina sama ár með Halldóru, dóttur sína. Frekari upplýsingar um hana …
Flora J Stevens
Flora Jóhanna Stevens fæddist 22. október, 1923 á Gimli í Nýja Íslandi. Maki: 10. nóvember Sigtryggur Sveinbjörnsson fæddist 9. maí, 1916 í Nýja Íslandi. Dáinn 1959. Tryggvi Eiríksson vestra. Börn: 1. Barry 2. Bradley 3. Darlene Susie 4. Marilyn 5. JoAnne. Mun hafa eignast tvö börn með seinni konu. Flora var dóttir Jóns H. Jónssonar Stevens og Ragnhildar Benónýsdóttur á …
Sigtryggur Eiríksson
Sigtryggur Sveinbjörnsson fæddist 9. maí, 1916 í Nýja Íslandi. Dáinn 1959. Tryggvi Eiríksson vestra. Maki: Flora Jóhanna Stevens f. 22. október, 1923 í Nýja Íslandi. Sigtryggur mun hafa kvænst aftur og búið með þeirri konu á Winnipeg Beach. Börn: 1. Barry 2. Bradley 3. Darlene Susie 4. Marilyn 5. JoAnne. Mun hafa eignast tvö börn með seinni konu. Sigtryggur var sonur …
Clifford Stevens
Clifford Jónsson fæddist í Nýja Íslandi, d. 20. júní, 1983. Faðir Clifford skrifaði sig Jón G. Stevens. Maki: Snjólaug Sveinbjörnsdóttir fæddist í Nýja Íslandi 7. júlí, 1914. Dáin 27. janúar, 1986. Snjólaug tók föðurnafn afa síns Jóns Eiríkssonar en eftir giftingu var hún Stevens. Börn: 1. Clifford 2. JoAnne. Snjólaug var dóttir Sveinbjörns Jónssonar og Sigþrúðar Gísladóttur í Nýja Íslandi. …