
Yst til hægri er Jóna Þorvarðarson, þá Benedikt og Sigríður kona hans. Við hlið hennar er Guðmundur bróðir hennar, þá Kristín Eyjólfsdóttir, barnið er Sarah og yst til vinstri er Jón Guðmundsson. Fremstar eru Kristín Johnson og Guðrún Jónsdóttir, móðir Benedikts. Mynd WtW
Benedikt Rafnkelsson fæddist í A. Skaftafellssýslu árið 1863. Dáinn í Lundarbyggð 30. apríl, 1952.
Maki: 1901 Sigríður Jónsdóttir f. í A. Skaftafellssýslu árið 1875, d. 13. júlí, 1952.
Börn: 1. Sarah 2. Rakel, dó tveggja ára 3. John 4. Ólafur d. 1913 5. Ragna 6. Ólöf Rakel 7. Jónas d. 1972.
Benedikt fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1889 og bjó þar fyrstu árin. Bróðir hans, Guðjón fór vestur þangað árið 1900 og samferða honum var Sigríður Jónsdóttir. Foreldrar hennar, Jón Guðmundsson og Kristín Eyjólfsdóttir fóru vestur þangað árið 1901. Benedikt og Sigríður fluttu í Lundarbyggð árið 1901.
