Björn Sæmundsson

ID: 5106
Date of birth : 1851
Place of birth : Strandasýsla
Date of death : 1944

Björn Sæmundsson Líndal Mynd SÁG

Svava Björnsdóttir Mynd SÁG

Björn Sæmundsson fæddist í Strandasýslu árið 1851. Dáinn 8. maí, 1944 í Winnipeg. Lindal vestra.

Maki: 1883 Svava Björnsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1859, d. 19. júní, 1945.

Börn: 1. Karl Franklín 2. Luther Melankton 3. George Fjölnir 4. Leifur Columbus 5. Laufey 6. Valdís Guðrún 7. Hjörtur Björn.

Björn fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1878 og bjó þar fyrst um sinn. Svava fór vestur með móður sinni, Kristrúnu Sveinungadóttur árið 1876. Björn tók þátt í skoðunarferð um svæði austan við Grunnavatn árið 1887 og nam land í sveit sem nefnd var Markland. Þangað fluttu hann og Svava árið 1891 og bjuggu þar til ársins 1921 en þá fluttu þau til Winnipeg.

 

Icelandic heritage :