
Pétur B Guðmundsson Mynd VÍÆ V
Pétur Bergvin Guttormsson fæddist í Riverton 23. nóvember, 1899.
Maki: 25. september, 1924 Herdís Salín Jónsdóttir Reykdal f. 25. maí, 1899 nærri Baldur, Manitoba.
Börn: 1. Pétur Þór f. 26. janúar, 1928 2. Kristján Vigfús f. 19. desember, 1929 3. Myrtle Charles f. 7. nóvember, 1933 4. Norma Celine f. 3. nóvember, 1935.
Pétur var sonur Vigfúsar Guttormssonar og Vilborgar Pétursdóttur í Lundar. Hann ólst upp í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi, flutti með foreldrum sínum í Lundarbyggð þar sem hann lauk grunnskólanámi. Fór í framhaldsnám í Winnipeg, sótti bæði Wesley College og Manitobaháskóla frá 1918 til 1923. Þá tók við læknanám í borginni og lauk prófi árið 1928. Herdís var dóttir Jóns Kristjánssonar Reykdal og Sigurborgar Sigfúsdóttur í Baldur, Manitoba. Sjá meir um Pétur í Atvinna að neðan.
